Auður er fjármálaþjónusta á netinu og býður upp á innlánsreikninga sem ættu að höfða til allra þeirra sem eru að leggja fyrir og vilja fá sanngjarna vexti á sitt sparifé. Auður veitir þjónustu einungis á netinu en með því að bjóða upp á afmarkaða þjónustu nær Auður að halda kostnaði í lágmarki og þannig skapa svigrúm til að bjóða viðskiptavinum upp á betri innlánskjör.
Sparnaðarreikningur Auðar er óbundinn og því alltaf laus til úttektar. Auður býður einnig upp á bundna reikninga til 3,6 og 12 mánaða og svo loks Græna framtíðarreikninga. Vextir eru greiddir mánaðarlega af öllum reikningum Auðar nema Grænu framtíðarreikningunum en þeir vextir greiðast árlega.
Auður er vörumerki Kviku banka hf., kt. 540502-2930, Katrínartúni 2 í Reykjavík. Kvika banki hf. er með starfsleyfi sem viðskiptabanki frá Fjármálaeftirlitinu. Nánari upplýsingar eru á kvika.is