Fyrirtækjareikningur

Það tekur örfáar mínútur að stofna fyrirtækjareikning og fá hæstu vextina fyrir sparnað fyrirtækisins!

Coffee shop business

Kostir

  • Reikningurinn er óbundinn og eru vextir greiddir út árlega.
  • Reikningurinn ber 6,50% vexti.
  • Reikningurinn er aðgengilegur á audur.is
  • Innstæðan er alltaf laus til úttektar.
  • Óverðtryggðir breytilegir vextir sem taka mið af vaxtastigi á fjármálamarkaði á hverjum tíma.
flower

Sto­fnaðu fyr­ir­tækja­rei­kn­ing á ör­fá­um mín­út­um

Tryggðu þér markaðsleiðandi 6,50% vexti – án bindingar og greitt út einu sinni á ári

Reikna áætlaða ávöxtun

Fyrirtækjasparnaður

Hér fyrir neðan eru nokkrar algengar spurningar.

Hvaða félagaform geta fengið reikning?
vextor

Þau félagaform sem geta opnað reikning eru slf., hf. og ehf.
Svo verður sá sem er skráður prókúruhafi eða framkvæmdastjóri í Creditinfo að auðkenna sig.

Er hægt að opna fyrirtækjareikning í appinu?
vextor

Ekki eins og er. Til að byrja með eru fyrirtækjareikningar bara á audur.is en í skoðun er að bæta virkninni við appið.

Eru innlánin tryggð?
vextor

Já innstæða fyrirtækis hjá Auði (Kviku banka hf.) er tryggð hjá Tryggingarsjóði vegna fjármálafyrirtækja (https://tvf.is/) í samræmi við lög nr. 98/1999. Hámarkstryggingarfjárhæð er bundin gengi evru og jafngildir á hverjum tíma 100.000 evrum. Undantekningar frá tryggingarhæfum innstæðum má finna hér https://tvf.is/index.php/is/utgreidhslur

Get ég tengt reikninginn minn við bókhaldskerfi?
vextor

Ekki enn sem komið er en þetta er í skoðun hjá okkur.

Afhverju eru vextir fyrir fyrirtæki lægri en fyrir einstaklinga?
vextor

Lög og reglur um lausafjárhlutfall fjármálafyrirtækja gera það að verkum að innlán einstaklinga nýtast betur sem fjármögnun. Þess vegna geta bankar boðið hagstæðari kjör á innlánum einstaklinga en innlánum fyrirtækja.

Hvað þýðir að vextir eru greiddir árlega?
vextor

Það þýðir að það reiknast vextir á sparnaðinn þinn sem þú sérð í 'Áunnir ógreiddir vextir' og svo greiðast þeir inn á fyrirtækjareikninginn í lok árs.

Er hægt að veita öðrum umboð á reikninginn minn?
vextor

Það er ekki hægt sem stendur en er í skoðun.

Ég er í forsvari fyrir húsfélagið mitt, get ég opnað reikning?
vextor

Já ef þú ert skráður prókúruhafi húsfélagsins hjá Skattinum þá geturðu stofnað til viðskipta.

Félagið sem ég á kemur ekki sem valmöguleiki til að stofna hjá Auði – afhverju?
vextor

Eingöngu þeir sem eru skráðir framkvæmdarstjóri/prókúruhafi samkvæmt hlutafélagaskrá getur stofnað til viðskipta.

Ég er í stjórn félags, get ég stofnað það hjá Auði?
vextor

Nei, bara þeir sem eru skráðir framkvæmdarstjóri/prókúruhafi samkvæmt hlutafélagaskrá getur stofnað til viðskipta.