Algengar spurningar

Bundinn reikningur
Bundinn reikningur
Öryggi
Öryggi
Hver er Auður?
Hver er Auður?
Aðgangurinn minn
Aðgangurinn minn
Sparnaðarreikningur
Sparnaðarreikningur
Grænn framtíðarreikningur
Grænn framtíðarreikningur
Hafa samband
Hafa samband
Hver er Auður?Arrow

Auður er fjármálaþjónusta á netinu sem býður upp á innlánsreikninga fyrir einstaklinga. Auður veitir þjónustu einungis á netinu en með því að bjóða upp á afmarkaða þjónustu nær Auður að halda kostnaði í lágmarki og þannig skapa svigrúm til að bjóða viðskiptavinum upp á betri innlánskjör. Auður er vörumerki í eigu Kviku banka hf.

Er Auður með bankaleyfi?Arrow

Kvika er með viðskiptabankaleyfi frá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands og Auður er vörumerki í eigu Kviku. Innlán hjá Auði er því jafngilt því að vera með innlánsreikning hjá Kviku.

Er innstæðutrygging hjá Auði?Arrow

Já, innstæðan þín hjá Auði (Kviku banka hf.) er tryggð hjá Tryggingarsjóði vegna fjármálafyrirtækja (https://tvf.is/). Hámarkstryggingarfjárhæð er bundin gengi evru og jafngildir á hverjum tíma 100.000 evrum.

Er Auður með útibú?Arrow

Nei, Auður er ekki með útibú og einmitt þess vegna er hægt að bjóða viðskiptavinum hagstæðari kjör.

Hvernig reikninga býður Auður upp á?Arrow

Auður býður upp á Sparnaðarreikning, Bundinn reikning til 3, 6 og 12 mánaða og Grænan framtíðarreikning.

Af hverju eru vextirnir svona háir hjá Auði?Arrow

Þar sem Auður heldur yfirbyggingu í lágmarki og veitir afmarkaða þjónustu nær Auður að halda kostnaði í lágmarki og bjóða viðskiptavinum upp á betri innlánskjör.

Hvað þýðir að vextir eru greiddir mánaðarlega?Arrow

Það þýðir að ef þú myndir leggja inn 1.000.000 kr í upphafi mánaðar og lætur innstæðuna liggja óhreyfða t.d. í einn mánuð þá fengir þú innstæðuna, margfaldaða með vöxtunum og deilt í 12. Gefum okkur að ársvextir á reikningi séu 2% þá yrði þetta reiknað svona: 1.000.000 * 2% = 20.000/12 = 1.667 kr og svo er fjármagnstekjuskattur dreginn frá.

Hvar er verðskráin?Arrow

Hvergi. Auður borgar þér vexti, en rukkar þig ekki. Þú getur hins vegar fundið upplýsingar um vexti á innlánsreikningum Auðar hér.

Er Auður með ríkisábyrgð?Arrow

Nei, það er ekki í gildi nein ríkisábyrgð á bankareikningum á Íslandi. Auður er vörumerki Kviku banka hf. það þýðir að reikningurinn þinn er í reynd lán til Kviku banka hf. Innstæðan þín nýtur forgangs við slitameðferð eða gjaldþrot samkvæmt lögum og er tryggð hjá Tryggingarsjóði vegna fjármálafyrirtækja (https://tvf.is/). Hámarkstryggingarfjárhæð er bundin gengi evru og jafngildir á hverjum tíma 100.000 evrum.

Er Auður með app?Arrow

Já, Auður er með app! Hægt er að sækja appið fyrir iOS hér og Android hér.