Hagstæð óverðtryggð húsnæðislán fyrir þá sem eiga meira en 45% í sinni eign. Auður vill hjálpa þér að eignast meira í húsnæðinu þínu því sannur auður verður til innan veggja heimilisins.
Auður býður upp á tvær óverðtryggðar leiðir. Leiðirnar henta bæði þeim sem vilja hraðari eignamyndun og þeim sem kjósa léttari greiðslubyrði.
8,50% vextir · Óverðtryggt
Allir vextir greiddir mánaðarlega og ekkert bætist við höfuðstól lánsins.
8,50% vextir · Óverðtryggt
Vaxtagreiðslum frestað að hluta til að létta greiðslubyrðina í allt að 3 ár.
Áætluð eign í húsnæði eftir 3 ár
Áætluð eign eftir 3 ár
Áætluð eign í húsnæði eftir 3 ár
Áætluð eign eftir 3 ár
Hér fyrir neðan eru nokkrar algengar spurningar. Ef þú hefur fleiri spurningar varðandi húsnæðislán sendu þá línu á audur@audur.is
Helstu skilyrði fyrir lántöku hjá Auði er að standast lánshæfis- og greiðslumat ásamt því að um sé að ræða fjármögnun á fullbúnu íbúðarhúsnæði til eigin nota á 1. veðrétti. Lánað er fyrir allt að 55% af markaðsvirði íbúðarhúsnæðis.
Lántakar hjá Auði þurfa að vera með lánshæfismat í flokki A1-B1 hjá Creditinfo. Inn á þjónustuvef Creditinfo er hægt að nálgast upplýsingar um lánshæfimat einstaklinga: https://www.creditinfo.is/einstaklingar/lanshaefismat
Auður vill stuðla að eignamyndun hjá viðskiptavinum sínum. Ein besta leiðin til þess er að bjóða upp á hagstæð óverðtryggð húsnæðislán sem hækka ekki með verðbólgu eins og verðtryggð lán gera.
Vextir á húsnæðislánum Auðar eru breytilegir og samanstanda af grunnvöxtum og vaxtaálagi. Grunnvextir jafngilda stýrivöxtum Seðlabanka Íslands sem í dag eru 7,5%. Vaxtaálag er nú 1,0% en kemur til endurskoðunar á þriggja ára fresti á lánstímanum.
Heildarvextir húsnæðislána Auðar eru því 8,5% í dag og taka breytingum í takt við stýrivexti Seðlabanka Íslands á hverjum tíma og breytingum á vaxtaálagi á þriggja ára fresti.
Auður vill stuðla að gagnsæi og að lántakendur geti gengið að því vísu að þegar að vaxtastig í landinu lækkar þá munu húsnæðislánavextir Auðar lækka. Hafa ber í huga að húsnæðislánavextir Auðar munu þó einnig hækka ef stýrivextir hækka.
Auður vill bjóða upp á sem hagstæðust kjör og með því að takmarka lánshlutfallið við 55% er hægt að bjóða upp á hagstæðari vexti.
Auður býður ekki upp á hærra lánshlutfall en 55% af markaðsvirði en hægt er að sækja um viðbótarfjármögnun á 2. veðrétti hjá öðrum lánveitendum.
Lántakendur Auðar geta valið lægri mánaðarlegar greiðslur sem eru festar í allt að 3 ár frá lántökudegi. Mismunurinn á föstu mánaðarlegu greiðslunni sem valin er og þeirri upphæð sem hefði átt að greiða samkvæmt vöxtum lánsins bætast við höfuðstól lánsins einu sinni á ári. Mismunurinn leggst á höfuðstól lánsins 12 mánuðum eftir fyrsta gjalddaga. Þeir vextir sem bætast við höfuðstól lánsins koma til greiðslu á þeim gjalddögum sem eftir eru af lánstímanum.
Léttari greiðslubyrði hentar einkum þeim sem vilja tímabundið lægri greiðslubyrði og minni sveiflur í greiðslum sem getur komið sér vel í háu vaxtastigi. Þó ber að hafa í huga að lántakendur þurfa að standast greiðslumat af láninu miðað við fulla greiðslu.
Já, húsnæðislán Auðar bera ekki uppgreiðslugjald og það sama gildir ef þú vilt borga aukalega inn á höfuðstól lánsins. Auður vill hjálpa þér að eignast meira í húsnæðinu þínu.
Endanleg lánsfjárhæð hjá Auði takmarkast við útreiknaða mánaðarlega greiðslugetu til afborgana af húsnæðisláni í hefðbundnu greiðsluferli (hraðari eignamyndun). Einnig þarf að taka tillit til reglna Seðlabanka Íslands um hámark greiðslubyrðar í hlutfalli við tekjur neytanda. Samkvæmt þeim má greiðslubyrði af fasteignalánum almennt ekki nema hærra hlutfalli en sem nemur 35% af ráðstöfunartekjum lántakenda en 40% sé um fyrstu íbúðarkaup að ræða.
Auður lánar allt að 55% af markaðsverðmæti íbúðarhúsnæðis. Þegar um húsnæðiskaup er að ræða þá er lánað allt að 55% af kaupverði skv. samþykktu kauptilboði.
Við endurfjármögnun er horft til fasteignamat viðkomandi eignar en rúmist lánsfjárbeiðnin ekki innan 55% af fasteignamati þá geta umsækjendur skilað inn verðmati frá löggiltum fasteignasala og getur lánsfjárhæð þá orðið allt að 55% af því verðmati.
Yfirlit yfir allan kostnað tengdan húsnæðislánum Auðar