Umsækjandi hefur sótt um að opna bundinn reikning hjá Auði (Kviku banka hf., kt. 540502-2930). Reikningurinn er bundinn.
Reikningurinn er bundinn með föstum vöxtum meðan á binditíma stendur. Að binditíma loknum lokast reikningurinn og innstæða ásamt vöxtum er millifærð á sparnaðarreikning umsækjanda hjá Auði. Vaxtagreiðslum er ráðstafað inn á sparnaðarreikning umsækjanda hjá Auði mánaðarlega eða jafnóðum og þær greiðast á meðan binditíma stendur. Innstæða reiknings skal ráðstafað inn á sparnaðarreikning umsækjanda hjá Auði, að binditíma loknum.
Umsækjandi og Kvika banki hf., kt. 540502-2930, gera með sér þennan samning um stofnun bundins reiknings hjá Auði. Auður er vörumerki fyrir rafræna þjónustu um fjármál og er hluti af þeirri þjónustu sem Kvika býður viðskiptavinum upp á. Kvika er með viðskiptabankaleyfi skv. lögum um fjármálafyrirtæki. Um bundna reikning Auðar og samninginn gilda eftirfarandi skilmálar, auk almennra skilmála Auðar, eftir því sem við á, sem aðgengilegir eru á heimasíðu Auðar, audur.is, og almennra skilmála vegna viðskipta hjá Kviku banka hf. og aðgengilegir eru á heimasíðu Kviku, kvika.is.
Umsækjandi gerir sér grein fyrir að hann hefur stofnað reikning sem er bundinn samkvæmt ofangreindu og ekki hægt að taka út af reikningnum fyrr en að binditíma loknum. Eingöngu er hægt að leggja inn á reikninginn við stofnun hans, með því að millifæra út af sparnaðarreikningi umsækjanda hjá Auði. Engin lágmarksupphæð er á reikningnum. Að binditíma loknum verður innstæða lögð inn á sparnaðarreikning umsækjanda hjá Auði og reikningum lokað. Umsækjandi getur á meðan á binditíma stendur hvorki millifært inn á reikninginn eða tekið út af honum.
Umsækjandi staðfestir að hafa kynnt sér og samþykkir almenna viðskiptaskilmála Kviku banka hf., almenna skilmála Auðar og vaxtatöflu. Gildandi viðskiptaskilmálar Kviku banka hf., skilmálar Auðar og vaxtatafla á hverjum tíma teljast vera hluti samnings þessa. Þessir skilmálar ganga framar almennum skilmálum Auðar að því er varðar binditíma reikningsins, innborganir eða úttektir af reikningnum, auk þess sem vextir reikningsins eru fastir út binditímann.
Umsækjandi veitir Kviku banka hf. heimild til vinnslu persónuupplýsinga sem nauðsynleg er til þess að framkvæma samning þennan. Tilgangur vinnslu persónuupplýsinganna er til þess að bankinn geti efnt skuldbindingar sínar samkvæmt samningi þessum og er geymslutími persónuupplýsinganna 7 ár frá lokum samnings skv. lögum um bókhald.
Með samþykki umsækjanda á skilmálum þessum samþykkir hann bókunaraðferðir bankans, t.d. varðandi vaxtareikning. Almennt er vaxtaárið 360 dagar. Vaxtatímabil miðast við 30 daga í mánuði, en upphafi og lok tímabils fer eftir tegund innlánsreiknings hverju sinni. Almennt bera innborganir vexti frá og með þeim tíma er fjármunir eignfærðir á reikning en ef reikningur er stofnaður um helgi eða eftir klukkan 21:00 á virkum degi er bókunardagur innborgunar næsti virki dagur Síðasti vaxtadagur er dagurinn áður en úttekt er skuldfærð á reikning. Það ræðst af eðli og tegundum reikninga hvenær vextir leggjast við höfuðstól. Fjármagnstekjuskattur er skuldfærður við vaxtabókun.
Ef ofangreindum atriðum er ekki framfylgt getur umsækjandi orðið ábyrg/-ur gagnvart bankanum á tjóni, sem leiða kann af misnotkun reikningsins