Lagalegir fyrirvarar

Lagalegur fyrirvari vegna vefsíðu

Upplýsingar á vefsíðu Auðar eru birtar samkvæmt bestu vitund Auðar og Kviku banka hf. á hverjum tíma. Kvika banki hf. ábyrgist ekki réttmæti upplýsinganna hvort sem þær koma frá Auði eða þriðja aðila. Upplýsingarnar kunna að breytast án fyrirvara.

Upplýsingar á vefsíðu Auðar eru almenns eðlis og fela ekki í sér tilboð eða ráðleggingar um kaup eða sölu fjármálagerninga. Notendur vefsíðunnar bera einir ábyrgð á fjárfestingarákvörðunum sem teknar eru á grundvelli þeirra upplýsinga sem birtast á vefsíðunni. Kvika banki hf. ber hvorki ábyrgð á tjóni sem rekja má til upplýsinga sem birtast á vefsíðu Auðar né heldur á tjóni sem rekja má beint eða óbeint til notkunar á vefsíðu Auðar. Kvika banki hf. ber heldur ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til þess að ekki er hægt að nota vefsíðuna um lengri eða skemmri tíma.

Kvika banki hf. á höfundarrétt á upplýsingum sem birtast á vefsíðu Auðar nema annað sé tekið fram eða verði leitt af eðli máls. Óheimilt er að dreifa upplýsingunum, afrita þær eða nýta með öðrum hætti án skriflegs samþykkis Kviku banka hf.

Vafrakökur

Vefsíða Auðar notar vafrakökur (e. cookies) til að fylgjast með vafri notenda á vefsvæðinu audur.is, bæta þjónustu Auðar og fleira. Vafrakökur gera Auði kleift að senda ákveðnar upplýsingar í vafra notenda sem getur auðveldað notendum aðgang með margs konar aðgerðum. Vafrakökur geyma ekki persónuupplýsingar en geta innihaldið texta, númer og dagsetningar, svo dæmi séu tekin. Með því að samþykkja notkun Auðar á vafrakökum er Auði m.a. veitt heimild til að sníða leit og þjónustu við gesti vefsins til samræmis við fyrri notkun þeirra og auðkenningu, að muna eftir fyrri aðgerðum, að þróa og bæta þjónustu vefsins audur.is og að safna upplýsingum um umferð og notkun vefsvæðisins.

Þú getur lokað fyrir notkun á vafrakökum í stillingum vafrans sem þú notar. Í flestum vöfrum er að finna leiðbeiningar um hvernig hægt er að slökkva á vafrakökum.

Lagalegur fyrirvari vegna tölvupósts

Tölvupóstar og viðhengi sem send eru frá netföngum skráðum á Auði eða Kviku banka hf. kunna að innihalda trúnaðarupplýsingar og/eða einkamál og eru eingöngu ætluð skráðum viðtakendum. Sé efni tölvupósts og viðhengja ótengt starfsemi Auðar eða Kviku banka hf. er sendandi einn ábyrgur. Kvika banki hf. vekur athygli á því að hvers konar upplýsingagjöf, afritun eða dreifing þeirra upplýsinga sem fram koma í tölvupóstum og viðhengjum er óleyfileg og kann að varða við lög. Sért þú ekki réttur viðtakandi tölvupóstsins ertu vinsamlega beðinn um að tilkynna sendanda að þér hafi borist þessi tölvupóstur fyrir mistök, að því loknu að eyða tölvupóstinum og viðhengjum hans, ef einhver eru, án þess að geyma afrit, samanber lagaskyldu þar að lútandi skv. 9. mgr. 47. gr. laga nr. 81/2003, um fjarskipti.

Kvika banki hf. ber ekki ábyrgð á rangri eða ófullgerðri sendingu upplýsinganna sem tölvupósturinn inniheldur, né heldur á töfum á afhendingu hans eða tjóni sem kann að verða á tölvukerfi móttakanda. Kvika banki hf. ábyrgist hvorki öryggi tölvupóstsins né að hann sé laus við vírusa eða að íhlutun þriðja aðila hafi ekki átt sér stað.

Upplýsingar um fyrirtæki eða fjármálagerninga hafa eingöngu upplýsingagildi og fela ekki í sér tilboð eða ráðleggingar um kaup eða sölu verðbréfa eða þátttöku í fjárfestingum.

Upptaka símtala, geymsla og vistun gagna

Til að tryggja öryggi viðskiptamanns og Auðar/Kviku banka hf. er viðskiptamanni kunnugt um að viðskiptasímtöl við Auði kunna að vera hljóðrituð án sérstakrar tilkynningar í hvert sinn. Hið sama gildir um samtöl í gegnum Office Communicator.

Símaupptökur eru gerðar á grundvelli heimildar í lögum um fjarskipti.

Viðskiptamanni er kunnugt um að upptökur kunna að verða lagðar fram í dómsmáli og/eða notaðar sem sönnunargagn í öðrum tilvikum komi upp ágreiningur um hvað aðilum fór á milli. Að öðru leyti skal Auður fara með upptökur líkt og með aðrar upplýsingar er lúta þagnarskyldu, sbr. 58. til 60. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Öll gögn sem innihalda upplýsingar um viðskipti viðskiptamanna og framkvæmd þeirra eru vistuð hjá Kviku banka hf. í að lágmarki fimm ár.

Meðferð kvartana og réttarúrræða

Auður er vörumerki Kviku banka hf., nánar um meðferð kvartana og réttarúrræði má finna á heimasíðu Kviku hér.