Bundinn reikningur

Þessi reikningur hentar þeim sem vilja fá enn betri vexti gegn því að binda peningana í 3, 6 eða 12 mánuði.

Kostir

  • Vextir á bundnum reikningum taka mið af vaxtastigi á fjármálamarkaði á hverjum tíma.
  • Reikningurinn er fastvaxtareikningur en það þýðir að þeir vextir sem eru í gildi á stofndegi reiknings gilda út allan binditímann.
  • Þegar binditíma reiknings lýkur lokast reikningurinn og innstæða ásamt áföllnum vöxtum að frádregnum fjármagnstekjuskatti er millifærð inn á óbundna sparnaðarreikninginn þinn hjá Auði.
  • Bundnir reikningar Auðar eru óverðtryggðir.
  • Vextir eru greiddir út mánaðarlega frá stofndegi yfir binditíma og millifærðir á óbundna sparnaðarreikning þinn hjá Auði og því lausir til úttektar á greiðsludegi.
  • Að reikningur sé bundinn þýðir að ekki er hægt að millifæra út af honum á meðan binditíma stendur.
  • Þú getur alltaf stofnað nýjan bundinn reikning en engin takmörk eru fyrir hversu marga bundna reikninga er hægt að stofna.
  • Vextir eru gefnir upp á ársgrundvelli.

Ertu ekki enn alveg viss um hvernig þetta gengur fyrir sig? Hér fyrir neðan eru nokkrar algengar spurningar.